Fljótt skipast veður í lofti
Við Íslendingar lítum gjarnan um öxl, og „til austurs“, til annarra Norðurlanda, og teljum okkur óhætt að eiga þjóðirnar þar sem fyrirmyndir um margt og jafnvel flest, enda mælast þær einatt hæstar meðal þjóða, á þá mörgu mælikvarða sem eftirsóttir þykja. En þegar liðin tíð er skoðuð, þá er það svo, að í raun hafa þessar frændþjóðir fikrað sig eftir eigin stígum í veigamiklum efnum, einkum forðum tíð, og iðulega nálgast tilveru nútímans einnig um margt úr ólíkum áttum. Og þegar við Íslendingar skoðuðum okkar mál betur var ekki endilega fengur að apa eftir frændþjóðunum í stóru sem smáu. Í mörgum greinum urðu því efnistökin ólík þeim sem „frændur okkar“ tileinkuðu sér í einstökum efnum, þótt vissulega hafi mörgu svipað saman og allir hafi haft hag af að horfa til og meta fyrir sig, hvort vel hafi tekist til eða verr. Er ekki fráleitt að ætla að stundum höfum við „grætt“ á því að flýta okkur hægt fremur en að fara of fljótt í kjölfar norrænna...