Framtíð rann­sókna á vistheim­il­um óræð

Hörgársveit kallaði eftir að vistheimilið á Hjalteyri yrði tekið til …
Hörgár­sveit kallaði eft­ir að vistheim­ilið á Hjalteyri yrði tekið til rann­sókn­ar árið 2021. Ekki ligg­ur þó fyr­ir hvort út­tekt verði gerð. Morg­un­blaðið/​Skapti Hall­gríms­son

Ill meðferð barna og ung­linga á vöggu­stof­um og vistheim­il­um á árum áður er svart­ur blett­ur í sögu okk­ar Íslend­inga. Skýrsl­ur sem m.a. vistheim­ila­nefnd, Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferðar­mála og nú síðast nefnd um vöggu­stof­ur hafa unnið varpa skýru ljósi á það hvernig op­in­bert eft­ir­lit brást hundruðum barna og ung­linga í tugi ára.

Ómögu­legt er að bæta fyr­ir það tjón sem fólk hef­ur hlotið af völd­um vist­ar á þess­um stofn­un­um og heim­il­um, og hafa fjöl­marg­ir látið lífið langt fyr­ir ald­ur fram. Stjórn­völd hafa þó brugðist við m.a. með út­tekt­um á heim­il­un­um og greiðslu sann­girn­is­bóta í kjöl­farið.