Ófriður hefur legið í lofti lengi
Stríð eru flókin fyrirbæri og við, hér norður í ballarhafi, höfum ekki síðustu 1000 árin eða svo verið innanbúðarmenn í slíku, og þótt einstaka sálir hafi flækst eins og óviljandi á vettvang fjarri ströndum landsins, ná þær ekki endilega máli sem stríðsmenn. Fjöldi þátttakenda og búnaður slíkra skiptir þar nokkru og til eru tölur fróðra í þeirri grein um hversu hátt hlutfall látinna og særðra megi una við af hálfu skrifstofumanna sem skrá sínar skýrslur oftast fjarri ógnum vígvallanna.
Létum heimsstyrjaldir eiga sig
Sem betur fer leiddum við Íslendingar heimsstyrjöldina fyrri, sem reis þó varla undir því nafni, að mestu hjá okkur og enginn sýndi neinn verulegan áhuga á að véla okkur til þátttöku þar vegna fámennis og búnaðarskorts, enda hefði það verið mikil fyrirhöfn að koma okkur í raunverulegt skotfæri, eins og þessi heimsstyrjöld þróaðist. Þótt varla megi segja það, þá lá okkur um margt frekar gott orð til þessarar heimsstyrjaldar, að því...