Það verða kaflaskil, en ekki endir

Atburðirnir í Ísrael sem urðu 7. október síðastliðinn eru enn þá efst á baugi tilverunnar austur þar, þegar þetta er skrifað. Og sjálfsagt eru nokkrar vikur enn í lokapunktinn, enda sér enginn hann enn þá fyrir. Flestir höfðu þó gefið sér, eftir harðar og afdráttarlausar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í Jersúsalem, að herinn þar myndi þá og þegar brjótast inn á Gasasvæðið og þar með fylgja ákvörðun sinni, herkvaðningu og orðum sínum eftir og tryggja að verstu árásir sem landið hefði orðið fyrir í 75 ára sögu sinni yrðu aldrei endurteknar.

Sundurlyndi sett á ís