Breytt viðhorf gagn­vart af­brot­um

Algengara er orðið að fólk horfi á fíknivanda sem heilbrigðisvanda.
Al­geng­ara er orðið að fólk horfi á fíkni­vanda sem heil­brigðis­vanda. Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Viðhorf Íslend­inga til brota gegn fíkni­efna­lög­gjöf­inni hef­ur umbreyst á síðustu árum og telja nú fleiri of­beld­is­glæpi, kyn­ferðis­brot og efna­hags­brot vera stærri vanda­mál en fíkni­efna­laga­brot.

Þá hef­ur hlut­fall þeirra sem styðja af­glæpa­væðingu neyslu­skammta og lög­leiðingu kanna­bis­efna farið hækk­andi og má sjá af­ger­andi mun milli ár­anna 2019 og 2023.

Þetta sýna niður­stöður þjóðmálak­ann­ana Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands. Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í af­brota­fræði við HÍ, er einn af þeim sem stóðu að baki könn­un­un­um en hann hef­ur stundað rann­sókn­ir í þess­um mála­flokki í meira en þrjá ára­tugi. Hann mun kynna niður­stöðurn­ar ásamt Jónasi Orra Jón­as­syni, sér­fræðingi hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, á ráðstefnu Þjóðarspeg­ils­ins í þess­ari viku.

„Mik­il­vægið í mæl­ing­um af þessu tagi felst í að átta sig á rétt­ar­vit­und Íslend­inga. Í lýðræðis­sam­fé­lagi skipt­ir máli að lög­gjöf­in og fram­kvæmd lög­gjaf­ar­inn­ar end­ur­spegli...