Þjóðin sem gat ekki hætt að þykjast
Ég stelst stundum til að lesa slúðurfréttir af Íslendingum sem finna sig knúna til að reyna að sýnast merkilegri en þeir eru, yfirleitt með því að búa til glansmynd af sjálfum sér á samfélagsmiðlum. Brellan er alls ekki svo flókin, og þeir sem hafa náð góðu valdi á þessu listformi rata stundum í blöðin fyrir það eitt að eyða um efni fram í lúxusjeppa, eða hleypa jafnvel blaðamanni og ljósmyndara inn í fataskápinn sinn til að skrásetja alla merkjavöruna.
Ekki veit ég hvað þetta fólk hefur upp úr því að sýnast, nema því þyki það svona óbærileg tilhugsun að hverfa í fjöldann.
Fólk sem býr í milljónasamfélögum getur hins vegar notað sýndarmennskuna til að koma ár sinni vel fyrir borð – eða það hélt Calvin Lo að minnsta kosti. Íslenskir áhrifavaldar og samfélagsmiðlastjörnur eru algjörir viðvaningar í samanburði við þennan undarlega athafnamann frá Hong Kong.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.