Raunsæið og ímyndunaraflið

„Ég vil líka alltaf koma mér beint að efninu, ekki …
„Ég vil líka alltaf koma mér beint að efninu, ekki eyða tíma í uppfyllingarefni,“ segir Ísak. Ljósmynd/Jon Buscall

„Ég byrjaði að skrifa af alvöru árið 2015. Þá var ár síðan ég útskrifaðist úr menntaskóla og ákvað að verða rithöfundur. Ég var samt ekkert byrjaður að skrifa, var að vinna og eitthvað upptekinn í lífinu en sumarið 2015 byrjaði ég að skrifa. Ég hafði eitthvað fiktað fyrir það en vissi ekkert almennilega hvað ég var að gera,“ segir rithöfundurinn Ísak Regal. Fyrsta bók hans í fullri lengd, smásagnasafnið Sara og Dagný og ég, kom út nýverið. Hann hefur fram að þessu birt bæði ljóð og smásögur í ýmsum tímaritum, til dæmis Són og Tímariti Máls og menningar.