Ljósin slokkna í Suður-Afríku

Sönghópur undirbýr sig fyrir keppni í Dúrban. Samfélagið er ekki …
Sönghópur undirbýr sig fyrir keppni í Dúrban. Samfélagið er ekki lamað þótt það sé lemstrað, en það er ekki auðvelt að þrauka þegar rafmagnið vantar. Það gæti þurft lítið til að steypa Suður-Afríku úr öskunni í eldinn. AFP/Marco Longari

Eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk þótti Suður-Afríka í hópi efnilegustu hagkerfa heims. Landið er ágætlega staðsett, ríkt að náttúruauðlindum, og þjóðin bæði ung og nokkuð vel menntuð. Þá var aðdáunarvert að sjá hversu vel Suður-Afríkumönnum tókst að græða þau sár sem aðskilnaðarstefnan hafði skilið eftir sig. Heimsbyggðin öll, og ekki síst löndin sunnan Sahara, fylgdust spennt með, því ef Suður-Afríka gæti blómstrað þá gætu önnur hagkerfi álfunnar vafalaust blómstrað líka.

Mark fyrir Afríku

Í fyrra sendi rithöfundurinn Dipo Faloyin frá sér hrífandi bók, Africa Is Not a Country, þar sem hann greinir sérstöðu og vandamál Afríku frá ýmsum hliðum. Lýsingar Faloyins fá mig til að vilja stökkva upp í næstu vél til Lagos, á heimaslóðir höfundarins, og helst skoða þessa fallegu heimsálfu eins og hún leggur sig.