Konurnar syngja og dansa í Hörpu
Kvennakór Reykjavíkur fagnar 30 ára starfsafmæli í ár og sérstakir afmælistónleikar verða í Hörpu kl. 16.00 á laugardag, 18. nóvember.
„Við höfum alltaf verið með flotta og glæsilega tónleika en það er ekki á hverjum degi sem við syngjum og dönsum í Hörpu,“ segir Ágota Joó, kórstjóri frá ársbyrjun 2010. „Við bjóðum upp á skemmtilega dagskrá fyrir eyru og augu.“
Um 50 til 60 konur eru í kórnum og taka 48 þeirra þátt í tónleikunum, þar sem Bergþór Pálsson verður kynnir. Ágota segir að efnisskráin verði mjög hátíðleg og í hátíðlegum búningi með frábærri hljómsveit undir stjórn Þórðar Magnússonar, og einsöngvara, Hallveigu Rúnarsdóttur sópran. Mikið verði lagt upp úr samspili sviðsetningar, söngs og dansatriða.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.