Skjaldbreiður og önnur stórmenni

Forsetar Kína og Bandaríkjanna hittust í San Francisco í Kaliforníu í vikunni og það þurfti undirbúning, eins og jafnan er þegar stórmenni hittast, en í þessu tilviki var spursmálið ekki síst hvort hreingerningafólki tækist að gera miðborg San Francisco frambærilega til að taka á móti gestum, án þess að það yrði til skammar.

Draugaborg?

Þessi fræga borg, sem löngum var talin með eftirsóttustu borgum Bandaríkjanna, hrein og dulúðug ævintýraborg, gyllt og glitrandi og áttu margir þann draum að ná að heimsækja þann stað, að minnsta kosti einu sinni á ævinni. En nú er hún Snorrabúð stekkur og hefur borgin breyst stórlega svo minnir stundum helst á ömurlega fátækrahjalla í Suður-Ameríku eða í þeim heimshlutum sem veikastir eru. Í Ríó í Brasilíu er miðborgin þokkalega haldin og ömurleg fátækrahverfi sjást ekki jafn auðveldlega og döpur hverfi San Francisco þar sem ruslað hafði verið upp íverustöðum, sem varla minntu á mannabústaði, og dópistar og...