Reykvíkingar andlega innantómir

Ármann botnaði ekkert í því hversu latir Reykvíkingar væru að …
Ármann botnaði ekkert í því hversu latir Reykvíkingar væru að kynna sér öndvegislist Einars Jónssonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Samfélagsrýni hefur lengi verið þjóðaríþrótt á Íslandi enda margir þess umkomnir eða telja sig vera þess umkomna að gefa meðborgurum sínum holl ráð og draga þá, með góðu eða illu, af villu síns vegar. Í nóvember 1923 ritaði maður að nafni Ármann mikla grein í Morgunblaðið, þar sem hann hafði sitthvað við sjálfa höfuðborgina að athuga og dró satt best að segja upp ískyggilega mynd af menningar- og listalífinu. Ekki var nánari grein gerð fyrir Ármanni, föðurnafn hans fékk ekki einu sinni að fljóta með. Hvað þá ljósmynd enda lítið um þær í Morgunblaðinu á þessum árum.