„Fékk jákvætt kúltúrsjokk“

„Vinkona mín vildi fá mig með á námskeiðið og ég …
„Vinkona mín vildi fá mig með á námskeiðið og ég sló til. Ég heyrði að Anaïs talaði smá portúgölsku í tímanum og fór því að spjalla við hana eftir annan tímann, en við hittumst óvænt aftur það kvöld, á Kalda,“ segir hann, en hann var þá að vinna það kvöld. mbl.is/Ásdís

Hinn brasilíski Georg Leite og hin franska Anaïs Barthe eru sest að á Íslandi. Georg hefur verið hér meira og minna í tvo áratugi en Anaïs í fimm ár. Helgarnámskeið í dansi leiddi parið saman og síðan þá hafa þau skapað sér gott líf hér ásamt börnum sínum tveimur.

Fyrir rúmum tveimur áratugum lenti hér á landi sautján ára brasilískur skiptinemi sem féll fyrir landi og þjóð. Georg Leite er nú íslenskur ríkisborgari, ljósmyndari, viðskiptafræðingur og einn eiganda hins vinsæla bars Kalda. Fyrir sex árum síðan var hann gabbaður á dansnámskeið sem kennt var af franska atvinnudansaranum Anaïs Barthe, en hún var hér einungis í sex daga stoppi til að kenna. Skemmst er frá því að segja að Amor hitti þau bæði í hjartastað og var Anaïs flutt til Íslands ári síðar. Anaïs og Georg eignuðust soninn Samuel Mána í fyrra en fyrir átti Georg dótturina Sofiu Leu. Þessi blandaða fjölskylda unir hag sínum vel á Íslandi og vill hvergi annars staðar vera. Í bláu timburhúsi vestast í Vesturbænum...