Hefur alltaf sótt í atið

Þórarinn Ævarsson, stofnandi Spaðans.
Þórarinn Ævarsson, stofnandi Spaðans. Morgunblaðið/Eggert

Það er ys og þys á Spaðanum á sunnudagskvöldi. Viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir og geta fylgst með pizzunum verða til hinum megin við glerið. Við vinnsluborðið stendur Þórarinn Ævarsson, eigandi staðarins, og fletur út pizzadeig. Hann settist niður með ViðskiptaMogganum og lýsti því hvernig starfsævin hefði verið undirbúningur að því að opna þennan stað.

„Ég hætti í þægilegri innvinnu. Ég hafði verið framkvæmdastjóri IKEA í 13 ár, en það er eitt flottasta fyrirtæki landsins, og var dálítið eins og kóngur í ríki mínu. Ég hætti síðan að eigin frumkvæði. Þegar ég horfi í baksýnisspeglana er eins og allt hafi leitt mig hingað,“ segir Þórarinn. Viðtökurnar hafa verið framar vonum og undirbýr Þórarinn opnun þriggja nýrra Spaða.

En hver er saga Þórarins Ævarssonar?

Þórarinn er fæddur árið 1965. Hann ólst upp í norðurhlíðum Kópavogs og eftir grunnskóla starfaði hann sem handlangari á byggingarstað. En lungnabólga setti strik í...