Mér fannst ég súrefnisþjófur

„Mér líður vel og er kannski stundum að flýta mér …
„Mér líður vel og er kannski stundum að flýta mér en ég þarf að muna að þetta er langhlaup,“ segir Hlynur Rúnarsson. Morgunblaðið/Ásdís

Hlynur Rúnarsson er rúmlega þrítugur háskólanemi. Hann er fíkill á batavegi en neyslusaga hans er frábrugðin margra annarra. Hann leiddist út í hörð efni eftir steranotkun en hefur aldrei snert kannabis og afar sjaldan bragðað áfengi. Hlynur var burðardýr vegna fíkniefnaskuldar og sat í fangelsi í Brasilíu í rúmt ár. Hann fann síðar botninn, leitaði sér hjálpar og hefur nú verið edrú í heilt ár. Facebook-síðan hans, Það er von, hefur veitt fjölda manns vonarglætu í baráttunni við fíknina.

Hlynur ber það ekki utan á sér að hafa lifað í hörðum heimi eiturlyfja eða að hafa þurft að upplifa hreinasta helvíti í skítugu og ógeðslegu fangelsi hinum megin á hnettinum. Hann er hraustlegur að sjá, brosmildur og hress. Enda hefur hann sagt skilið við fíkniefnadjöfulinn en hann fagnaði eins árs edrúafmæli nú í lok maí.

Blaðamaður er ein af tæplega fjórtán þúsund Íslendingum sem fylgst hafa með honum og öðrum fíklum og alkóhólistum í bata á Facebook-síðunni Það er...