Kisur sem fara á kostum

Kettir fara sínar eigin leiðir og margir eru ansi uppátækjasamir.
Kettir fara sínar eigin leiðir og margir eru ansi uppátækjasamir. mbl.is/Ásdís

Morgunblaðið heimsótti ellefu ketti sem allir eiga það sameiginlegt að vera uppátækjasamir og sniðugir. Einn veiðir mýs á hverri nóttu, annar stelur kótilettum, þriðji sækir póstinn. Hver köttur hefur sinn sérstaka persónuleika. Sumir eru fýlupokar og mannafælur en aðrir eru sprelligosar og kelidýr.

Pósturinn Leó

Leó og Móna eru systkini, um sex ára gömul. Ég fékk þau fimm mánaða gömul. Það stóð til að fá einn en þeir voru auglýstir saman og fyrri eigandi vildi láta þau saman. Við sjáum alls ekki eftir því, því þau hafa félagsskap hvort af öðru. Þau eru oftast góðir vinir. Hann ræður, en hún getur verið stríðin og er stundum að bregða honum. Það er smá púki í henni,“ segir Helga Björnsdóttir.

„Þau eru bæði miklir karakterar og spjalla mjög mikið, bæði hvort við annað og alla sem koma. Þau eru mjög málglöð,“ segir Helga.

Leó sækir póstinn á morgnana.
Leó sækir póstinn á morgnana. mbl.is/Ásdís

„Leó er...