Fjölskyldan sat heima

Við Brúarárfoss Í jólafríi 2018. Benedikta Björnsdóttir, maður hennar Örn …
Við Brúarárfoss Í jólafríi 2018. Benedikta Björnsdóttir, maður hennar Örn Ingi Gunnarsson, dóttir hennar og stjúpdóttir hans Benedikta Björnsdóttir, Guðrún Valdís Arnardóttir, Gunnar Svavarsson og Sara Björk.

Guðrún Valdís Arnardóttir og fjölskylda í Hafnarfirði svífa um sem ský á himni eftir að dóttirin Sara Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliði í fótbolta, varð Evrópumeistari með franska liðinu Lyon í fyrrakvöld. „Ég táraðist í leikslok og samgladdist henni, því hún hafði svo sannarlega unnið fyrir þessu, þráð þessa stund í mörg ár og lengi stefnt að titlinum,“ segir Guðrún. „Þetta var æðislegt og við erum í sigurvímu.“

Foreldrar Söru og nánasta fjölskylda horfðu saman á leikinn í beinni útsendingu sjónvarps í Hafnarfirði. „Við vorum bara heima í stofu enda var áhorfendabann á leiknum,“ segir Guðrún.

Sara byrjaði á sjötta ári að æfa fótbolta hjá Haukum. „Hún var um leið komin með mikið keppnisskap, vildi alltaf fá boltann og var mjög stjórnsöm,“ rifjar Guðrún upp. Hún bætir við að Sara hafi ætíð látið vel finna fyrir sér. Þrjár vinkonur hafi strax þótt efnilegar, þær hafi fylgst að upp flokkana, en þegar hinar hafi hætt...