Fyrirtækin taki þátt í tækniþróun

Hinrik Örn Bjarnason hleður bíl á þjónustustöð N1 við Háholt …
Hinrik Örn Bjarnason hleður bíl á þjónustustöð N1 við Háholt í Mosfellsbæ. Þróunin er hröð, segir framkvæmdastjórinn um framvindu mála. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Rafhleðslustöðvarnar eru hluti af almennri þjónustu við viðskiptavini okkar, en þó ekki síður hluti af tækniþróun sem nútímafyrirtæki verður að taka þátt í. Meira en helmingur nýrra bíla í dag er rafknúinn, svo sem allir þeir mest seldu. Þróunin á þessu sviði er hröð og hér ætlum við að vera þátttakendur,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

Rekstur á hraðhleðslustöðvum sem Orka náttúrunnar hafði sett upp á nokkrum þjónustustöðvum N1 var nýlega yfirtekinn af félaginu sjálfu. Þetta eru stöðvarnar á Hvolsvelli, við Háholt í Mosfellsbæ, í Borgarnesi, Staðarskála og á Blönduósi. Hleðslustöðvar ON á Ísafirði, Sauðárkróki, Egilsstöðum, Kirkjubæjarklausti og Vík færast svo væntanlega yfir til N1 fyrir sumarið, skv. því sem Hinrik greinir frá.

Viðskiptavinir geta því nú tekið hleðslu á bílinn og greitt fyrir með N1-korti eða -lykli og svo almennum greiðslukortum. Hver kílóvattstund á hleðslustöðvunum kostar 45 kr., algeng áfylling eða hleðsla á rafhlöðu...