Með Svalbarðabakteríu

„Ég stefni á olíuiðnaðinn og þá er erfitt að búa …
„Ég stefni á olíuiðnaðinn og þá er erfitt að búa á Svalbarða þegar maður þarf að fara að vinna á olíuborpalli. Það er spennandi að vinna á borpalli og maður er stundum að stjórna því hvort borað sé eða ekki. Það eru miklir peningar þarna í spilunum þannig að þetta er mikil ábyrgð,“ segir Hanna Rósa Hjálmarsdóttir míkrósteingervingafræðingur

Vestfirðingurinn Hanna Rósa Hjálmarsdóttir fann sína fjöl í steingervingum og því minni og eldri sem þeir eru, því betra! Hún hefur sérhæft sig í svokölluðum götungum, sem eru örsmáir steingervingar sem aðeins sjást í gegnum smásjá. Námið og starfið hefur leitt hana víða; til Noregs, til Bretlands þar sem hún vann á breskum olíuborpöllum, og til Svalbarða, þar sem öfgarnar eru miklar; annaðhvort er kolniðamyrkur svo mánuðum skiptir eða albjart. Þar fer hitastigið niður í mínus 25 á veturna og mest upp í tíu gráður á góðum sumardegi.

En á Svalbarða kann Hanna ljómandi vel við sig, þó nú sé þessum kafla senn að ljúka. Eftir sex ára dvöl flytur hún ásamt norska kærastanum til Molde í Noregi. En áður en hún flytur nær blaðamaður tali af henni í gegnum myndsímtal og fær að heyra af ævintýrum hennar á hjara veraldar.