Sorgin er hin hliðin á ástinni

Ólafur Teitur Guðnason
Ólafur Teitur Guðnason Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Nöfn heimilisfólksins á heimili Ólafs Teits Guðnasonar í Vesturbænum eru grafin á litla álplötu við útidyrahurðina. Blaðamaður rýnir í nöfnin til að sjá hvort hann sé ekki örugglega á réttum stað. Platan er veðruð og máð en nöfnin þó enn nokkuð læsileg. Efsta nafnið af fjórum er fallegt og óvenjulegt: Engilbjört Auðunsdóttir. Hún býr því miður ekki lengur þarna því Engilbjört lést í blóma lífsins hinn 11. apríl 2019, á 47. aldursári. Engilbjört var hámenntuð glæsileg kona, móðir, eiginkona, dóttir og vinkona. Hún er sögð hafa verið með einstaklega dillandi hlátur.

Þessar hugsanir fljúga í gegnum huga blaðamanns sem hringir loks bjöllunni. Dyrnar opnast um leið og Ólafur býður glaðbeittur í bæinn. Hann er búinn að hita kaffi og við komum okkur þægilega fyrir í hlýlegri stofunni. Ólafur talar af ró og yfirvegun en líf hans og drengjanna hans tveggja gjörbreyttist fyrir rúmum tveimur árum.

Þrátt fyrir mikinn missi heldur lífið áfram og það hefur hjálpað Ólafi að skrifa...