„Ómetanleg menningarverðmæti“
„Við vorum svo blessunarlega vel sett að við þurftum ekki að aflýsa neinum af okkar stóru verkefnum heldur færast þau milli ára. Eins og allir vita þá er meðgöngutími stórra óperusýninga mjög langur og því hefði orðið töluvert tjón ef þurft hefði að aflýsa verkefnum sem komin voru vel á leið. Þessi langi meðgöngutími kallar á mikilvægi þess að geta gert langtímaplön,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri Íslensku óperunnar (ÍÓ).
Stærstu verkefni komandi starfsárs hjá ÍÓ eru fjórar sýningar á óperunni La traviata, sem hætti fyrir fullu húsi á sínum tíma, í Eldborg og Hofi í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar í nóvember og Valkyrjan í Eldborg í febrúar, sem sett er upp í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð í Reykjavík. Sem fyrr syngur Herdís Anna Jónasdóttir hlutverk Violettu, en hún hlaut Grímuverðlaunin 2019 sem söngvari ársins fyrir túlkun sína á hlutverkinu.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.