Grófu niður á bráðdrepandi hættu í Úkraínu

Mynd þessi er tekin árið 1986, skömmu eftir sprenginguna í …
Mynd þessi er tekin árið 1986, skömmu eftir sprenginguna í Tsjernobyl. Á henni sjást björgunarmenn fjarlægja geislandi brak af þaki kjarnaversins. Hvítu rákirnar neðarlega á myndinni eru skemmdir í filmu sem orsakast af mikilli geislavirkni. Hlífðarbúnaður þessara manna er á pari við regnkápu. AFP

Þrjátíu og sex ár eru nú liðin frá því að mikil sprenging varð í einum af kjarnaofnum Tsjernobyl í Úkraínu, hinn 26. apríl 1986. Röð mistaka við stjórnun og prófun orkuversins leiddi til slyssins með þeim afleiðingum að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus óhindrað út í andrúmsloftið. Tók alls um níu daga að slökkva eldinn og þurfti til þess þúsundir tonna af sandi og leir sem varpað var frá herþyrlum yfir brennandi ofninn. Fórn björgunarmanna er ólýsanleg, langflestir hlutu þeir grimmileg örlög vegna bráðrar geislaveiki. Bráðdrepandi umhverfi Tsjernobyl minnir á sig á ný nú þegar á áttunda tug rússneskra hermanna berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Hvíta-Rússlandi. Var þeim sagt að hafast við í Rauðaskógi, einu geislamengaðasta svæði heims, vegna innrásar Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu.

Tsjernobyl-kjarnorkuverið er um 90 kílómetrum norður af Kænugarði og á tímum Sovétríkjanna var bærinn Pripyat næst verinu, í um þriggja kílómetra fjarlægð. Árið 1986 bjuggu þar...