Margar hendur koma að fylgi Pútíns

Dr. Susanna Pshizova segir vinsældir Pútíns rannsakaðar af hópi sérfræðinga …
Dr. Susanna Pshizova segir vinsældir Pútíns rannsakaðar af hópi sérfræðinga í Kreml. Morgunblaðið/Eggert

Susanna Pshizova, prófessor í stjórnmálafræði, segir að í Rússlandi sé nú einræðisstjórn en vill skilgreina valdatímabil Pútíns, einkum fyrir 2014, sem „stýrt lýðræðisfyrirkomulag“. Það þýði að í grófum dráttum hafi lýðræðislegu skipulagi verið fylgt, kosningar haldnar og allt gert til þess að sigra í þeim. Að kosningabaráttunni hafi komið hópur sérfræðinga forsetans, margir úr félagsvísindum, sem rannsökuðu ítarlega þjóðarpúlsinn og hvaða mál væru líkleg til vinsælda.

Pshizova reyndi að svara því í fyrirlestri í Háskóla Íslands fyrr í vikunni hvers vegna Vladimír Pútín nýtur svo mikils fylgis í Rússlandi. Pshizova, sem er sjálf rússnesk, starfar nú sem prófessor í stjórnmálafræði við Mannheim-háskóla í Þýskalandi. Áður hafði hún starfað við Lomonosov-háskólann í Moskvu.

Hún bendir á að ekki séu allir hallir undir Pútín. Eftir innrásina í Úkraínu hafi um ein milljón Rússa gerst landflótta. Alla jafna hafi það verið vel...