Rekstrarumhverfið erfitt
Þó nokkur fyrirtæki í veitingageiranum hafa lagt upp laupana á undanförnum misserum. Að sögn Aðalgeirs Ásvaldssonar, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT), urðu fleiri gjaldþrot í geiranum á fyrri helmingi ársins 2023 en á Covid-árunum 2020 og 2021. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að fyrirkomulagið í kringum vaktaálag hafi reynst geiranum einstaklega erfitt og að rekstrarumhverfið hafi reynst fyrirtækjum í veitingageiranum einkum erfitt eftir síðustu kjarasamninga.
„Hér á landi er þessu háttað þannig að vaktaálag er reiknað sem prósentuhlutfall af dagvinnu. Það er þannig að það er 33 prósenta álag eftir klukkan fimm á daginn og 45 prósenta álag eftir miðnætti á virkum dögum og sama prósenta um helgar. Það sem er sérstakt við það er að þetta tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum og í rauninni hvergi í heiminum svo ég viti til. Við myndum vilja taka upp sambærilegt fyrirkomulag og þekkist á...