Írafár á æfingu

Írafár á æfingu

Kaupa Í körfu

Ný plata með Írafári, Nýtt upphaf, kemur út í dag. Óhætt er að segja að Írafár sé vinsælasta hljómsveit landsins en síðasta plata þeirra, sem er jafnframt þeirra fyrsta, Allt sem ég sé, hefur selst í 18.000 eintökum. Stjarna þeirra hefur risið hátt, ekki síst stjarna söngkonunnar Birgittu Haukdal, sem hefur heillað landann með einlægri framkomu sinni og kraftmiklum söng og sviðsframkomu. En Írafár er ekki bara Birgitta heldur skipa sveitina einnig lagasmiðurinn og gítarleikarinn Vignir Snær Vigfússon, bassaleikarinn Sigurður Rúnar Samúelsson, hljómborðsleikarinn Andri Guðmundsson og trommarinn Jóhann Bachmann. MYNDATEXTI: "Aðalbreytingin er að þetta er meira rokk," segir Vignir Snær, gítarleikari og aðallagasmiður sveitarinnar, um nýju plötuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar