Mjólkursamsalan skreytir í Smáranum

Mjólkursamsalan skreytir í Smáranum

Kaupa Í körfu

Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, skreytti mjólkurtorg Bónuss við Smáratorg í gær með skemmtilegu myndefni af íslensku jólasveinunum. Mjólkurjólafernur koma líka í búðir um allt land í dag, skreyttar íslensku jólasveinunum, Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Baldur Jónsson hjá Mjólkursamsölunni segir íslensku jólasveinana í nýjum og skemmtilegum búningi. Jafnframt hafi verið opnuð heimasíðan jolamjolk.is þar sem hægt sé að fræðast um íslensku sveinana og af hverju þessir ódælu synir Grýlu og Leppalúða heiti þessum skrítnu nöfnum. Á myndinni má sjá starfsmenn MS, þau Valgarð Sörensen. Guðlaug Björgvinsson. Halldóru Tryggvadóttur og Ólaf Björnsson, koma jólavörunum fyrir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar