Alþjóðahúsið - Svavar Svavarsson

Alþjóðahúsið - Svavar Svavarsson

Kaupa Í körfu

Alþjóðahúsið afhendir verðlaun fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda ALÞJÓÐAHÚSIÐ afhenti í gær í fyrsta skipti verðlaun Alþjóðahúss fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda en verðlaunin nefnast "Vel að verki staðið". Að þessu sinni voru fyrirtækinu Granda og Guðrúnu Halldórsdóttur, skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur, veitt verðlaunin, sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn í Alþjóðahúsinu. Grandi hefur í tvö ár boðið útlendingum sem starfa hjá fyrirtækinu að læra íslensku í vinnutímanum, þeim að kostnaðarlausu. Hjá fyrirtækinu starfar fólk frá 17 þjóðlöndum. Guðrún hlýtur verðlaunin m.a. fyrir að vera frumkvöðull í að kenna útlendingum íslensku og að hafa unnið að því að sníða kennslu eftir uppruna og móðurmáli nemendanna. MYNDATEXTI: Svavar Svavarsson tók við viðurkenningu úr hendi forseta Íslands fyrir hönd Granda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar