Alþjóðahúsið - Guðrún Halldórsdóttir

Alþjóðahúsið - Guðrún Halldórsdóttir

Kaupa Í körfu

Alþjóðahúsið afhendir verðlaun fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda ÞAÐ hefur auðgað ævi mína mikið að eiga alla þessa vinsemd og vináttu þessa fólks. Það verður aldrei annað sagt," segir Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, sem hefur sinnt kennslu innflytjenda í nærri aldarfjórðung, eða allt frá því að fyrstu fóttamennirnir komu frá Víetnam árið 1979. "Það var merkilegt og áberandi hvað þetta var vinnusamt fólk og maður sá strax að slíkt fólk passaði mjög vel inn í íslenskt samfélag, þar sem við erum að vinna allan sólarhringinn." Allar götur síðan hafa Námsflokkar Reykjavíkur verið með samfellda fræðslu fyrir bæði flóttamenn og aðra nýbúa. "Þetta hefur aukist og aukist, þeir voru 35 þessir fyrstu sem við tókum á móti og núna held ég að höfðatalan sé hátt í 2.000 manns á þessu ári," segir Guðrún. MYNDATEXTI: Guðrún Halldórsdótir hlaut viðurkenningu fyrir að kenna innflytjendum íslensku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar