Íslensku tónlistarverðlaunin 2002

Íslensku tónlistarverðlaunin 2002

Kaupa Í körfu

Íslensku tónlistarverðlaunin 2002 afhent í Borgarleikhúsinu Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent með viðhöfn fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Verðlaun voru veitt í fjórtán formlegum flokkum og voru Guðrún Gunnarsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson kynnar á hátíðinni, sem var einnig í beinni útsendingu á Rás 2 og í Sjónvarpinu. Tónlistarverðlaunin eru uppskeru- og árshátíð tónlistarfólks og er það sem stóð uppúr í sígildri tónlist, djassi, poppi og rokki á síðasta ári verðlaunað. MYNDATEXTI: Jóel Pálsson hreppti verðlaun fyrir djassplötu ársins, annað árið í röð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar