Snjógæs á golfvelli í Garðabæ

Snjógæs á golfvelli í Garðabæ

Kaupa Í körfu

Á GOLFVÖLLUM og öðrum túnbreiðum í nábýli við mannfólkið má stundum sjá gæsir spóka sig í stórum flokkum. Golfvöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar er enginn eftirbátur í þeim efnum. Í gær voru gæsirnar einu sinni sem oftar að spígspora um túnin í hægðum sínum þegar snjógæs, sem skar sig úr í hópi stallsystra, veittist að vinkonu sinni. Þeirri síðarnefndu varð auðvitað hverft við og gargaði og baðaði út vængjunum. Hinum gæsunum þótti það hins vegar ekkert tiltökumál. Leiðrétting 20030214: Snjógæs en ekki hvít grágæs Þekking Morgunblaðsins á fuglafræði brást við ritun myndatexta á blaðsíðu tvö í gær. Þar var fullyrt að hvít grágæs hefði átt í átökum við gæsir á golfvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hið rétta er að þarna var snjógæs (Anser caerulescens) á ferð. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. (lagfærður texti)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar