Kringlubygging

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kringlubygging

Kaupa Í körfu

Flutningi Borgarbókasafnsins í tengibyggingu Kringlunnar frestað Tengibygg-ingin tilbúin í febrúar BORGARBÓKASAFNIÐ mun ekki flytja í tengibyggingu Kringlunnar og Borgarleikhússins á næsta ári eins og ráðgert hafði verið. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Þorkel Jónsson, hjá Byggingardeild Reykjavíkurborgar í gær. Þorkell sagði að húsnæðið stæði nú fokhelt og að samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar væri ekki gert ráð fyrir fjármunum til að innrétta það. Þorkell telur samt ekki líklegt að það verði dregið lengi að flytja bókasafnið og sagðist gera ráð fyrir því að það yrði gert á árið 2001. Ráðgert er að útibúið sem nú er í Langholtskirkju flytji í tengibygginguna. MYNDATEXTI: Framkvæmdir standa enn yfir við tengibyggingu Kringluna og Borgarleikhússins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar