Myndlistarverk til útleigu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Myndlistarverk til útleigu

Kaupa Í körfu

Nú í haust hefur Myndhöggvarafélag Íslands gengist fyrir eins konar sýningarverkefni í bænum og ber það nafnið Firma. Í raun er hér alls ekki um sýningu að ræða heldur hefur verkum tíu listamanna verið komið fyrir hér og þar í fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar, allt frá Sorpu í Ánanaustum austur í Árbæjarsafn. Eitt skemmtilegasta verkið í Firma-uppákomunni er framlag Helga Hjaltalín Eyjólfssonar sem sjá má í Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti. Listunnendur þurfa reyndar ekki að láta sér nægja að skoða verkin þar því þau eru til útlána eins og bækurnar í safninu. Helgi hefur komið nokkrum litlum höggmyndum fyrir í rammgerðum trékössum sem þeir sem hafa bókasafnskort geta tekið með sér heim og notið þar. Á myndinni er eitt verka Helga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar