Neskirkja

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Neskirkja

Kaupa Í körfu

Furðuleikhúsið hefur undanfarið sýnt grunnskólabörnum leikritið Frá goðum til guðs. Sýningin fjallar um dreng sem fer 1000 ár aftur í tímann og lendir á bæ Þorgeirs Ljósvetningagoða og kynnist þar Þórunni dóttur Þorgeirs. Þar kynnist hann muninum á heiðni og kristni og upplifir undanfara kristnitökunnar á Alþingi árið 1000. Í vikulok fengu börn úr Melaskóla að sjá sýninguna í Neskirkju. Þau skemmtu sér vel á sýningunni og voru stillt og prúð eins og sannir leikhúsgestir. Leikritið nær vel til barnanna og er ætlunin að sýna það víðs vegar um landið næstu mánuðina, auk þess sem sýningin verður sett upp á kristnitökuhátíðinni á Þingvöllum í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar