Jón Vídalín

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jón Vídalín

Kaupa Í körfu

Jón Vídalín biskup er nú á geymslusvæði á Njarðargötu. ÞRJÁR styttur sem tilheyra Dómkirkjunni í Reykjavík hafa verið í geymslu meðan á breytingum á kirkjunni og Kirkjutorgi stendur. Jón Vídalín biskup, meitlaður í stein af Ríkharði Jónssyni, hefur mátt híma á geymslusvæði borgarinnar á Njarðargötu innan um strætisvagnabekki og aðra veraldlega hluti hversdagsleikans. Hann er þó í góðu kompaníi með styttu af séra Bjarna Jónssyni vígslubiskupi, sem Sigurjón Ólafsson gerði. Stytta af séra Hallgrími Péturssyni er hins vegar í viðgerð en gera má ráð fyrir að stytturnar verði komnar upp á ný á sinn gamla stað í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar