Íslenska landsliðið í handbolta

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Íslenska landsliðið í handbolta

Kaupa Í körfu

SAUTJÁNDA heimsmeistaramótið í handknattleik hefst í Frakklandi í dag. Íslendingar eru meðal þeirra 24 þjóða sem keppa á mótinu. Ræðst íslenska landsliðið ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta leik sínum á mótinu; liðið mætir sjálfum heimsmeisturum Svía í Montpellier, og verður flautað til leiks klukkan 19.30. Íslendingar hafa tapað þrettán leikjum í röð fyrir Svíum og þarf að fara allt aftur til ársins 1988 til að finna íslenskan sigur. Á myndinni að ofan ræðast þeir við Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari og Bengt Johansson, þjálfari Svía, en íslenska liðið æfði á eftir Svíum í keppnishöllinni í Montpellier í gærkvöldi. Á milli þjálfaranna stendur Birkir Ívar Guðmundsson markvörður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar