Ungbarnasund Snorra

Ungbarnasund Snorra

Kaupa Í körfu

Ungbarnasund Snorra hefur hlotið nýtt heimili í sundlaug Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Háaleitisbraut. Áður var ungbarnasundið til húsa í sundlauginni í Mosfellsbæ, en þurfti þaðan frá að hverfa eftir að burðarvirki laugarinnar var metið ótryggt og ákveðið var að loka lauginni. Snorri Magnússon, sem hefur staðið í forgrunni ungbarna- sundkennslu frá árinu 1990, segir að lokun sundlaugarinnar í Mosfellsbæ hafi borið að skyndi- lega, en að honum hafi boðist að færa starfsemina í húsnæðið við Háaleitisbraut. Hann kveðst ekki hafa fengið eins marga tíma þar og hann var með áður og sé nú að reyna að koma fólkinu að sem átti inni tíma hjá honum í nýja hús- næðinu. „Það eru yfir 200 manns á biðlista og því miður bara fjórir nýir sem ég gat tekið við núna.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar