Grindavík

Grindavík

Kaupa Í körfu

Hraun og Varnargarðar Daglega má sjá ferðamenn klöngr- ast marga metra yfir hraunið sem myndaðist í gosinu í janúar nærri Svartsengi til að smella af mynd- um. Vinsælt er að stoppa á litlum hluta gamla vegarins að Bláa lóninu til að taka af sér „hraun- sjálfu“. Ljósmyndari Morgun- blaðsins kíkti á þennan eftirsótta áfangastað í gær og myndaði þar ferðalanga sem stilltu sér upp í röðum til að ná af sér og sínum hinni fullkomnu mynd. Líkt og fram hefur komið telja vísindamenn ansi stutt í næsta gos, sem gæti hafist án nokkurs fyrirvara, en Þorvaldur Þórðar- son, pró fess or í eld fjalla fræði við Háskóla Íslands, hefur spáð því að það hefjist jafnvel á morgun, þann 1. mars, eða í allra síðasta lagi mánudaginn 4. mars.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar