Skeiðárhlaup

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skeiðárhlaup

Kaupa Í körfu

Hlaup hófst í Skeiðará um helgina. Á mælum Veðurstofunnar tók að gæta örsmárra ísskjálfta undir Skeiðarárjökli fyrir helgi. Skjálftarnir héldu áfram á laugardag og þegar fréttist af minniháttar Skeiðarárhlaupi um helgina fóru starfsmenn Veðurstofunnar að kanna hvort tengsl væru milli þess og skjálftanna. Nær öruggt þykir að svo sé, að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. "Ísskjálftar myndast við framrás hlaupsins undir jöklinum. Ef menn hafa þekkingu til þess að greina þá frá öðrum skjálftum geta menn sagt fyrir um hlaup." Talsvert hafði vaxið í Skeiðará í gær en mannvirkjum er ekki talin hætta búin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar