Kjartan Sveinsson

Ásdís Ásgeirsdóttir

Kjartan Sveinsson

Kaupa Í körfu

KJARTAN Sveinsson er einn þekktasti húsateiknari landsins og hann á líklega einn fágætasta bíl landsins, Lincoln Continental Mark V Diamond Jubilee Edition, sem skreyttur er ekta demöntum í hliðargluggum. Bíllinn var smíðaður í tilefni af 75 ára afmæli Ford og átti að verða safngripur. Í hliðum bílsins eru sporöskjulagaðar rúður og í þeim eru innbyggðir demantar til að minna á demantsafmælið. "Þegar ég keypti bílinn nýjan 1978 vissi ég ekkert af þessu. Mér skilst að aðeins hafi verið framleiddir 500 svona bílar og þessi bíll var mjög framarlega í framleiðslunni. Talað var um að þetta væri eini bíllinn af þessari gerð í Evrópu. Bíllinn hefur veitt mér óskaplega mikla ánægju og ég hef ferðast mikið á honum. Þó er hann ekki mikið keyrður, aðeins um 250.000 kílómetra," segir Kjartan. MYNDATEXTI: Kjartan Sveinsson hefur átt og rekið bílinn í 25 ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar