Bruno Muzzolini

Ásdís Ásgeirsdóttir

Bruno Muzzolini

Kaupa Í körfu

MYNDLIST - Listasafn ASÍ gryfju ASÍ hefur ítalski listamaðurinn Bruno Muzzolini sett upp sýningu þar sem dýragildrur, miður geðslegar, eru í aðalhlutverki. Um er að ræða fjórar ljósmyndir af gildrum og eitt stutt myndband. Á myndbandinu sést spenntur dýrabogi frosinn inni í klakastykki. Klakinn bráðnar og vatnið drýpur niður á gólf. Þegar bráðnuninni er lokið smellur boginn saman með háum hvelli. Sýningin ber titilinn Augnagildrur, og það má skilja sem svo að það sé í raun auga áhorfandans sem er fórnarlambið þegar gildran smellur. Dýrabogar og gildrur eru drápsverkfæri og því er sýningin kaldranaleg og jafnvel ónotaleg. Myndbandið hefur upphaf og endi og þó að maður viti af hinum óþægilega hvelli í lokin freistast maður til að horfa á myndbandið aftur og aftur í dýrslegri spennu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar