Bruni í Bolungarvík

Gunnar Hallsson

Bruni í Bolungarvík

Kaupa Í körfu

GAMALT bátaverkstæði í Bolungarvík er gjörónýtt eftir bruna í gærkvöldi. Slökkvilið Bolungarvíkur náði tökum á eldinum um áttaleytið og komu í veg fyrir að hann bærist í nærliggjandi hús, þar sem er verslun, með því að rífa niður veggi verkstæðisins með vinnuvélum. Í húsinu var áður trésmíðaverkstæði en það hefur undanfarin ár verið notað sem bátaverkstæði. Var húsið orðið nokkuð gamalt og hrörlegt og verður það fjarlægt með öllu eftir að slökkvistarfi lýkur. Mikill reykur kom undan þakskeggi hússins þegar slökkvilið kom á vettvang og skömmu síðar blossaði eldurinn upp

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar