Stofnun Vilhjálms Stefánssonar

Kristján Kristjánsson

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar

Kaupa Í körfu

FIMM ár eru um þessar mundir frá því Stofnun Vilhjálms Stefánssonar var sett á laggirnar á Akureyri. "Tíminn hefur liðið hratt og ýmislegt áunnist," sagði Níels Einarsson, forstöðumaður stofnunarinnar, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í tilefni tímamótanna. "Íslendingar gleyma því stundum að Vilhjálmur var Kanadamaður; Stefánsson var ekki föðurnafn hans heldur ættarnafn. Faðir hans hét Jóhann Stefánsson." Jóhann og eiginkona hans voru í hópi Íslendinga sem fluttu úr Eyjafirði til Manitoba 1876 og þar fæddist Vilhjálmur 1879. MYNDATEXTI: Árangur sem erfiði: Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri, segir margt hafa áunnist á fimm árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar