Karlakórar syngja saman á Selfossi

Sigurður Jónsson

Karlakórar syngja saman á Selfossi

Kaupa Í körfu

Svona kóramót hefur ekki verið haldið áður," segir Valdimar Bragason, formaður Karlakórs Selfoss, sem stendur fyrir stórtónleikum í dag klukkan 17.00 í Íþróttahúsinu á Selfossi. Þá koma sjö karlakórar saman á kóramóti og mynda stórkór með 300 körlum sem syngja munu saman nokkur þekkt kóralög. Þeir sem taka þátt í mótinu eru auk Karlakórs Selfoss, Karlakórinn Fóstbræður, Karlakórinn Jökull frá Hornafirði, Karlakór Rangæinga, Karlakór Hreppamanna, Karlakór Keflavíkur og Lögreglukórinn. Í tilefni þess að 110 ár eru liðin frá fæðingu Páls Ísólfssonar tónskálds munu kórarnir syngja saman lagið Brennið þið vitar. MYNDATEXTI: Gaman: Valdimar Bragason, formaður Karlakórs Selfoss.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar