Brýr yfir Breiðholtsbraut

Sverrir Vilhelmsson

Brýr yfir Breiðholtsbraut

Kaupa Í körfu

UMFERÐ var hleypt yfir nýju brýrnar á mótum Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka í Breiðholti í gær. Að sögn Magnúsar Einarssonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni, eru verktakarnir á undan áætlun með verkið. "Þetta er einn áfangi af mörgum en engu að síður stærsti áfanginn. Þeir sem þurfa að komast í Grænastekk og inn á Stekkjarbakkann verða að keyra inn á Álfabakkann og Breiðholtsbrautina. Það á eftir að tengja gatnamótin að hluta. Eins verður ekki opnað strax á Smiðjuveginn," segir Magnús. "Við erum í raun að leggja af ljósagatnamótin og í staðinn verður umferð um brýrnar."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar