Viðræðufundur í Árnesi

Sigurður Sigmundsson

Viðræðufundur í Árnesi

Kaupa Í körfu

Meirihluti hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps átti nýverið fund með bæjarráði og bæjarstjóra Akraness um þá ákvörðun meirihlutans að leggjast gegn áformum Landsvirkjunar um Norðlingaölduveitu. Vildu Skagamenn kynna sér sjónarmið heimamanna nánar, en þau urðu til þess að Landsvirkjun frestaði veitunni og stækkun Norðuráls á Grundartanga fór í uppnám. Myndtexti: Við upphaf fundar í Árnesi. Skagamenn eru vinstra megin, þeir Gunnar Sigurðsson, Sveinn Kristinsson, Gísli Gíslason og Guðmundur Páll Jónsson. Síðan koma Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri og meirihlutamennirnir Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson og Tryggvi Steinarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar