Fljótari en skugginn

Árni Torfason

Fljótari en skugginn

Kaupa Í körfu

Áhugi fyrir knattspyrnu er mikill á Íslandi eins og víða annars staðar. Þessi ungi piltur æfði sig í kvöldsólinni vestur á Patreksfirði á dögunum, ef til vill hefur hann verið staddur í Hamborg í Þýskalandi í huganum - þar sem íslensku landsliðsmennirnir öttu kappi við Þjóðverja á laugardaginn. Kannski skoraði hann hjá Oliver Kahn. Máske verður Patreksfirðingurinn ungi einhvern tíma fulltrúi íslensku þjóðarinnar í búningnum bláa á iðagrænum grasbletti í útlandinu. Enginn veit það fyrir víst, en ætli hann sér það verður hann að minnsta kosti að vera duglegur að æfa sig. Æfingin skapar meistarann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar