Í Stykkishólmskirkju

Gunnlaugur Árnason

Í Stykkishólmskirkju

Kaupa Í körfu

Við messu í Stykkishólmskirkju minntust börn þeirra Sigríðar Bjarnadóttur og Lárentínusar Jóhannssonar foreldra sinna. Sigríður hefði orðið 100 ára daginn áður og 110 ár eru liðin frá fæðingu Lárentínusar. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap í Stykkishólmi og eignuðust 9 börn. Af þeim eru fjögur búsett í Stykkishólmi. Í tilefni þessara tímamóta gáfu þau kirkjunni mynd sem Jóhanna systir þeirra hafði heklað. Myndin sýnir síðustu kvöldmáltíðina. Að lokinni messu bauð fjölskyldan kirkjugestum til veislu í safnaðarheimilinu. Sóknarpresturinn, Gunnar Eiríkur Hauksson, þakkaði börnum þeirra hjóna fyrir hlýhug til kirkjunnar og er þetta ekki fyrsta gjöfin sem kirkjunni berst frá þeim. MYNDATEXTI: Jóhanna, Jón Eyþór, Kristján, Maggý og Bjarni Lárentínusarbörn afhentu Stykkishólmskirkju þessa mynd sem er hekluð af Jóhönnu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar