Valgeir Sigurðsson

Þorkell

Valgeir Sigurðsson

Kaupa Í körfu

VINNUVERND | Áhættumat á vinnustöðum er ferli stöðugra umbóta í öryggi og aðbúnaði Íslenskum fyrirtækjum er nú gert skylt að gera áhættumat á vinnustöðum Á SÍÐASTA degi síðasta vorþings samþykkti Alþingi allmiklar breytingar á vinnuverndarlögunum sem varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar með er fyrirtækjunum sjálfum fengið það hlutverk að sinna þessum málaflokki, en í fyrri lögum, sem voru frá árinu 1980, var fyrirtækjum gert skylt að gera samning við næstu heilsugæslustöð um umsjón vinnuverndarstarfsins. "Í raun og veru virkuðu ekki gömlu lögin eins og til var ætlast þar sem engir slíkir samningar voru gerðir og má því segja að þessi þáttur hafi verið hornreka að mörgu leyti í mörg undanfarin ár. Fyrir það fyrsta hafa heilsugæslustöðvarnar haft nóg annað að gera auk þess sem þær hafa ekki haft yfir að ráða starfsfólki, sem sett hefur sig nákvæmlega inn í vinnuverndarmálin," segir Valgeir Sigurðsson, sjúkraþjálfari hjá Gáska. MYNDATEXTI: Valgeir Sigurðsson: Gömlu lögin virkuðu í raun og veru ekki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar