Myndlistaskóli Reykjavíkur

Myndlistaskóli Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

ANDI sköpunargleðinnar svífur yfir vötnum í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hér er líka fólk á öllum aldri, af báðum kynjum og úr ólíkum þjóðfélagshópum að veita sköpunarþörf sinni útrás, frá morgni til kvölds. Starfið er í rauninni þríþætt: Í barna- og unglingadeild er boðið upp á nám fyrir börn á grunnskólaaldri, sex til sextán ára. Í fullorðinsfræðslu/símenntun er boðið upp á kvöldnámskeið fyrir eldri en sextán ára. Fornámsdeild býður upp á árs nám fyrir ungt fólk, til undirbúnings háskólanámi. Að auki er verið að þróa kennslu fyrir þriggja til fimm ára börn í samstarfi við leikskólann Dvergastein. Það verkefni hefur verið styrkt af menntamálaráðuneyti og þróunarsjóði dagvistar barna, Reykjavíkurborg. Ennfremur hefur Myndlistaskólinn haft samstarf við Ljósmyndasafn Reykjavíkur og skipulagt ljósmyndanámskeið með því MYNDATEXTI: Vinnan: Nemendur í módelteikningu við trönur sínar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar