Eivör Pálsdóttir

Sverrir Vilhelmsson

Eivör Pálsdóttir

Kaupa Í körfu

MARGIR kannast við söngkonuna Eivöru Pálsdóttur, hafa tekið eftir framúrskarandi söng hennar ýmist á tónleikum eða í útvarpi, en Eivör hefur verið búsett hér á landi um hríð. Nýverið tók hún upp plötu með lögum sínum og fékk íslenska tónlistarmenn til að leika undir. Platan heitir Krákan og kemur út á næstu dögum. Eivör Pálsdóttir er færeysk, fædd í Götu, fimm hundruð manna þorpi á Austurey, og uppalin þar. Hún segir að það hafi verið mikið um músík á heimilinu þótt enginn hafi leikið á hljóðfæri. Móðir hennar var þó kórkona og faðir hennar kvæðamaður. "Það elskuðu allir tónlist en enginn söng eða spilaði," segir Eivör og bætir við að hún hafi áhuga sinn á kvæðum og rímum frá föður sínum og það hafi alltaf verið ómur af því í tónlist hennar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar