Laugavegur 1

Sverrir Vilhelmsson

Laugavegur 1

Kaupa Í körfu

ÁRIÐ 1848 byggir Ahrens, stiftamtmaður og malari, hús sem enn stendur, á suðurhluta Arnarhólstúns. Eftir skjölum að dæma gengur hann ekki frá leigusamningi um lóðina fyrr en ári síðar. Lóðin var eign Arnarhóls og var leigan á ári 2 ríkisdalir. Talið er að í húsinu hafi átt að vera bæði íbúð og veitingarekstur. Veitingareksturinn gekk ekki eins vel og vonir stóðu til og var honum hætt eftir eitt ár og fljótlega veðsetur Ahrnes húsið og er þá eignin skráð 2b á Arnarhólslandi. Í nokkur ár er húsið ýmist kallað númer 10 í Austurstræti eða 2b á Arnarhólslandi. MYNDATEXTI: Hinn 5. desember 1915 var verslunin Vísir stofnuð í húsinu. Eigendur verslunarinnar og húseignarinnar voru Guðmundur Ásbjörnsson, Sigurbjörn Þorkelsson og Hjálmar Þorsteinsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar